Ferill 545. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 545 . mál.


992. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 20. apríl.)



1. gr.


    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
    Heimilt er að endurgreiða útlagðan kostnað vegna kaupa á ökumælum, vegna nýskráningar bifreiða, tengi- eða festivagna eða vegna nauðsynlegrar endurnýjunar á ökumælum í bifreiðar, tengi- eða festivagna ef ákvörðun er tekin um að hætta að miða innheimtu þungaskatts við ekna kílómetra samkvæmt ökumælum.
    Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis í reglugerð.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.